Brothætt brynja

sunnudagur, 13. janúar 2019


Ég hef tekið eftir því að margir misskilja orð eins feðraveldið eða frasa eins og "eitraða karlmennsku. " Sumir nái bara að lesa út einhverja bókstaflega merkingu þegar þau sjá orðið feðraveldið, sem sé þá ádeila á "feður". Virðast ekki skilja að þetta er orð yfir gamaldags valdakerfi, hannað af körlum, fyrir aðra (valdamikla) karla, sem ýtir undir úreltar staðalímyndir sem er óþarfi nú á 21. öldinni. Þetta gamaldags valdakerfi, sem byggist á að halda í vald gefið fáum útvöldum, ekki af því þeir sömu áttu það skilið heldur nutu meðfæddra forréttinda, ýtir undir ójafnvægi og mismunar alltof mörgum minnihlutahópum. Þessi skoðun lýsir sér svolítið í því, hér á Vesturlöndum, að by default (sem gefið) sé heimurinn hugsaður og hannaður fyrir ákveðinn hóp, í okkar tilfelli hvítra karlmanna. Lyfjarannsóknir hafa alltof lengi t.d. byggst á rannsóknum á hvítum karlmönnum (sem kemur konum ekkert sérlega vel, sérstaklega svartra kvenna). Þegar mótmælt er því óréttlæti að hafa kynjakvóta sjá þeir sömu ekkert athugavert við að láta út úr sér setningar eins og (frægt er orðið) "A black woman stole my job." Takið eftir orðinu "my" - það var þá semsagt gefið að starfið ætti automatískt að vera hans. Sem hvíts karlmanns. Aðra útkomu yrði að réttlæta, færa rök fyrir. Því starfið var "hans" einhverra hluta vegna. Sá sem lét þessi fleygu orð falla, sá í alvörunni ekki öskrandi mótsögnina við að hann væri að gráta yfir að vera beittur þessu misrétti né hve mikið hann sýndi með þessu þörfina á kynjakvóta, einmitt vegna þessa ríkjandi hugarfars gamla feðraveldisins.

 

Þegar einhver segir að eitthvað sé eitruð karlmennska er ekki verið að meina að karlmennska (hvað sem það nú nákvæmlega er) sé eitruð, heldur sé til ákveðið og ýkt form af henni sem sé svo neikvætt að hún geti beinlínis orðið eitruð/hættuleg. Þetta er auðvitað ekkert meðfætt heldur alið upp í einstaklingum. Þar er hampað valdi, árásargirni og ofbeldi en að tilfinningar, samkennd og samúð með öðrum sé "ókarlmannlegt" því öll mýkt verði þeim að falli. Þetta setur kröfur á karlmenn sem eru svo óraunhæfar og já, grimmar, að fáir (langar að segja enginn) standa undir þeim. Sem leiði til vanlíðunar, þunglyndis, jafnvel ofbeldis.

 

Og hræðslan við að breyta þessu öllu getur sýnt sig í mörgum myndum. Jafnvel fyndnum. Þessa hræðslu er farið að kalla fragile masculinity, brothætta karlmennsku.

Margir segja að konur láti markaðsöflin stjórna sér.

Margir segja að konur láti markaðsöflin stjórna sér.

Eyrnatappar og tissjú voru auðvitað ekki nothæf fyrir karla áður.

Eyrnatappar og tissjú voru auðvitað ekki nothæf fyrir karla áður.

Bleiki skatturinn hvað?

Bleiki skatturinn hvað?

Þetta getur kostað sitt, ekki bara tíma, pening líka.

Þetta getur kostað sitt, ekki bara tíma, pening líka.

Hvernig ætli þetta lykti?

Hvernig ætli þetta lykti?

Jafnvel eitthvað sem þeim finnst fallegt, getur orðið að hausverk.

Jafnvel eitthvað sem þeim finnst fallegt, getur orðið að hausverk.

En þeir hugsa í lausnum, brógull var lendingin.

En þeir hugsa í lausnum, brógull var lendingin.

Twitter er augljóslega ekki alveg að fatta klípuna sem sumir lenda í

Twitter er augljóslega ekki alveg að fatta klípuna sem sumir lenda í

Aftur, gott að hugsa í lausnum.

Aftur, gott að hugsa í lausnum.

Hræðsla við samkynhneigð birtist í ýmsum myndum

Hræðsla við samkynhneigð birtist í ýmsum myndum

Koma í veg fyrir allan misskilning

Koma í veg fyrir allan misskilning

Hundar eru ekki undanskildir þessum áhyggjum

Hundar eru ekki undanskildir þessum áhyggjum

Sumt fólk.

Sumt fólk.

Eitt ýktasta formið, skárra að fólk telji þig skrímsli en samkynhneigðan. Got it.

Eitt ýktasta formið, skárra að fólk telji þig skrímsli en samkynhneigðan. Got it.